Námskeið
NovaLash er eina augnhárafyrirtækið sem býður upp á námskeið sem eru þróuð í samvinnu við lækna. Námskeiðin hjá okkur leggja sérstaka áherslu á fræðin og vísindin á bak við NovaLash aðferðina sem skila sér í háum kröfum um heilsu og öryggi.
Nemendur fá aðgang að NovaLash Platinum Bond augnhára límunum sem eru einkaleyfis vernduð. Platinum Bond límin eru sveigjanleg, olíuheld, afar endingargóð og eru vottuð „non toxic“.
Nemendur læra einnig einstöku NovaLash tæknina sem kemur í veg fyrir skemmdir á náttúrulegum augnhárum og tryggir endingagóðan árangur.
Ef þú þarft hjálp við að ákveða hvaða námskeið hentar þér best, sendu okkur skilaboð og við hjálpum þér með valið.
Hægt er að velja um þrenns konar námskeið: Classic, American Volume og London Volume.
Bæði reyndir augnhárafræðingar og einstaklingar sem ekki hafa lært augnháralengingar áður geta sótt Classic námskeiðin okkar.
American Volume námskeiðin eru einungis fyrir reynda augnhárafræðinga.
London Volume námskeiðin okkar eru í boði fyrir reynda augnhárafræðinga sem vilja bæta við sig þekkingu í að vinna með .03 mm hár og að útbúa stærri vængi. London Volume námskeið fara aðeins fram á netinu. Til þess að bóka London Volume námskeið þarf að hafa samband við okkur beint.
Afslættir eru í boði fyrir þá sem hafa áður lært hjá NovaLash og stofur sem vilja senda fleiri en einn starfsmann á námskeið.
Næstu námskeið:
Classic námskeið
Classic námskeiðin okkar eru þróað í samvinnu við lækna og veitir nemendum heimsklassa tækni og vörur sem uppfylla háar kröfur um heilsu og öryggi. Á námskeiðunum læra nemendur grunnstoðir NovaLash tækninnar sem gefa þeim tækifæri til að byggja upp árangursríkan feril í augnháralengingum
Nánari upplýsingar:
8 tíma kennslustund, bókleg kennsla fyrir hádegi og „hands on“ verkleg þjálfun undir eftirliti kennara eftir hádegi.
Um það bil 2 vikum seinna (dagsetning valin í samráði við nemenda og módel) koma nemendur aftur og læra að framkvæma lagfæringar í einkakennslu (c.a. 2klst)
Lærðu fræðin og vísindin á bak við augnháralengingar og rétta tækni.
Uppgötvaðu hvernig á að vernda heilsu og öryggi viðskiptavina þinna.
Lærðu skilvirkustu og áhrifaríkustu tæknina til að framkvæma augnháralengingar á öruggan hátt á sama tíma og þú nærð hámarks endingu með einkaleyfis vernduðu og sveigjanlegu augnháralímunum okkar.
Að loknu námskeiði þurfa nemendur að skila inn fyrir og eftir myndum af 9 heimaverkefnum og að því loknu fá þeir NovaLash certificate og ganga til liðs við NovaLash teymi augnhárafræðinga um allan heim.
Þegar þú hefur lokið við skráningu og greitt fyrir námskeið færðu sendan vörupakka sem inniheldur allar þær vörur sem þú þarft til þess að geta byrjað að gera klassískar lengingar og kennslubók.
Nemendur sem greiða fyrir námskeið fá grunn vörupakka og kennslubók með án auka kostnaðar.
Í vörupakkanum er:
1 burðartaska úr málmi
1 Platinum Bond® lím (5ml)
1 novaMiNX C krulla .20 miðlungs
1 novaMINX C krulla .20 löng
1 lítill rakagefandi lím remover (3ml)
1 Dumont sveigð töng
1 Dumont bein töng
7 undir augu límmiðar
6 Parafilm
1 CleanLASH krukka (50 skífur)
10 gel patches
20 micro burstar
25 Mascara burstar
Verð: 149.900kr
American Volume námskeið
Lærðu að búa til fallegri og þéttari augnháralengingar fyrir viðskiptavini þína með Volume námskeiðinu frá NovaLash.
American Volume námskeið henta þeim sem þegar hafa lært augnháralengingar áður en vilja læra NovaLash aðferðina við að gera handgerða volume vængi.
Þetta framhaldsnámskeið samanstendur af bóklegri kennslu og „hands on“ þjálfun undir eftirliti kennara, þar sem þú munt læra hvernig á að útbúa volume vængi og festa á hvert náttúrulegt augnhár. American Volume námskeið hjálpar þér að fullkomna færni þína í augnháralengingum.
Eftir námskeiðið þarf að skila inn 4 heimaverkefnum sem sýna fyrir og eftir myndir af ásetningum sem gerð eru undir leiðsögn NovaLash kennara.
Nánari upplýsingar
Það sem þú munt læra:
-„The glove technique“ frá NovaLash.
-Að útbúa volume vængi með einu skrefi.
-Multiple 3-length bonding technique frá NovaLash sem hjálpar þér að gera fallegri og endingabetri augnhár.
-Að einangra augnhárin – og að aðskilja þau á einfaldan hátt.
-Að skilja hvernig augnháralímið okkar virkar og hvernig það herðist.
-Límefnafræði og hvaða áhrif umhverfið sem þú vinnur í hefur á límið.
Kostir við að taka American Volume námskeiðin okkar:
-Lærðu að búa til fullt sett af American Volume augnhárum á innan við 2 klukkustundum.
-Náðu að gera augnháralengingar sem endast lengur og þurfa aðeins lagfæringar á 3-5 vikna fresti.
-Fáðu aðgang að einkaleyfis vernduðu límum NovaLash og lærðu hvernig á að nota þau.
-Fáðu skref-fyrir-skref leiðbeiningar um hvernig best er að sérsníða augnhárasettin sem þú gerir fyrir hvern og einn viðskiptavin.
-Fáðu sýnikennslu í því að setja á „candied lashes“ glimmer augnhár og að setja lengingar á neðri augnhár.
-Augnhárin eru samstundis olíu og vatnsheld, sem leiðir af sér ánægðari viðskiptavini.
Þegar þú hefur lokið við skráningu og greitt fyrir námskeið færðu sendan vörupakka án auka kostnaðar sem inniheldur allar þær vörur sem þú þarft til þess að geta byrjað að gera Volume augnháralengingar ásamt kennslubók.
Nemendur sem skrá sig á námskeið hjá okkur fá grunn vörupakka og kennslubók án viðbótar kostnaðar.
Í vörupakkanum er:
-American Volume kennsluhandbók
-High speed platinum bond augnháralím – 5ml
-Límmiðar undir augu – 1 blað
-American Volume C-Curl .07 8mm bakki
-American Volume C-Curl .07 10mm bakki
-American Volume C-Curl .05 12mm bakki
-American Volume C-Curl .05 14mm bakki
-Mini lím remover
-Diamond Volume tangir
-1 blað af Parafilm
-Gel patches
-Tvíhliða límband
-1 CleanLASH
-Micro burstar – pakki með 20
-After care leiðbeiningar á spjöldum
Verð 170.000kr
London Volume námskeið
Á London Volume námskeiðunum okkar lærir þú NovaLash aðferðina við að gera „mega volume“ augnháraásetningu.
Þetta framhaldsnámskeið hentar þeim sem þegar eru búin með classic og Volume námskeið hvort sem það er hjá okkur eða annarsstaðar.
London Volume námskeiðið fer eingöngu fram á netinu þar sem nemendur geta tekið það á sínum hraða.
Nánari upplýsingar
Það sem þú munt læra:
- Að útbúa extra þétta handgerða „mega volume“ vængi sem gera náttúrulegra útlit heldur en hefðbundin „mega volume“ ásetning.
- Þú lærir að nota Royal Platinum Bond® augnháralímið frá NovaLash á réttan hátt og hvernig það getur flýtt fyrir ásetningum almennt.
- Þú lærir að vinna með .03mm hár
- Á námskeiðinu lærir þú NovaLash aðferðina við að gera augnháralengingar og bætist í hóp alþjóðlegra augnhárafræðinga með certificate sem viðurkennt er á alþjóðavísu.
Eftir námskeiðið þarftu að skila inn 2 heimaverkefnum sem sýna fyrir og eftir myndir af London Volume ásetningum sem gerðar eru undir leiðsögn NovaLash kennara.
Nemendur sem skrá sig á London Volume námskeið hjá okkur fá vörupakka án viðbótar kostnaðar.
Í vörupakkanum er:
- Royal Platinum Bond®-5ml
- Mini Adhesive(lím) Remover – 3cc
- Sett af NovaLash Starlite töngum
- London Volume C-Curl .03 8mm
- London Volume C-Curl .03 10mm
- London Volume C-Curl .03 12mm
- London Volume C-Curl .03 14mm
- Gel Patches – 10 stk
- 1 blað af undereye límmiðum – 7 pör
- 1 blað af parafilm
Að loknu námskeiði og þegar heimaverkefnum er lokið færð þú NovaLash certificate og ert orðin NovaLash certified augnhárafræðingur.
Fyrir skráningar á London Volume námskeið þarf að senda okkur tölvupóst á novalashiceland@novalash.is eða hringja í síma 552 0200.
Verð 110.000kr